11. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 16. október 2015 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:17
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:06
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:20

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Oddný G. Harðardóttir véku af fundi kl. 11:30 vegna annarra starfa á vegum Alþingis. Páll Jóhann Pálsson vék af sömu ástæðu af fundi kl. 12:10. Valgerður Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 12:15. Guðlaugur Þór Þórðarson, Ásmundur Einar Daðason og Ásta Guðrún Helgadóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2016 Kl. 09:00
Á fundinn komu eftirfarandi gestir:
Frá Sandgerðisbæ komu kl. 09:00 Sigrún Árnadóttir og Ólafur Þór Ólafsson.
Frá Dalabyggð komu kl. 9:30 Sveinn Pálsson, Eyþór Jón Gíslason og Valdís Gunnarsdóttir.
Frá Dalvíkurbyggð kom kl. 9:50 Bjarni Th. Bjarnason.
Frá Súðavíkurhreppi komu kl. 10:16 Pétur G. Markan og Jón Páll Hreinsson.
Frá Sveitarfélaginu Ölfusi kom kl. 10:41 Gunnsteinn Ómarsson.
Frá Skaftárhreppi komu kl. 10:55 Sandra Brá Jóhannsdóttir og Eva Björk Harðardóttir.
Frá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum komu kl. 11:18 Berglind Kristinsdóttir, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Einar Jón Pálsson og Ingþór Guðmundsson.
Frá Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga komu kl. 11:45 Bjarni Guðmundsson og Gunnar Þorgeirsson.
Frá Eyþingi komu kl. 12:10 Logi Már Einarsson og Pétur Þór Jónasson.
Gestirnir ræddu fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga og áherslumál sín á því sviði. Þeir lögðu fram erindi og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 12:28
Fleira var ekki rætt.

3) Fundargerð Kl. 12:29
Fundargerð 10. fundar var samþykkt

Fundi slitið kl. 12:30