17. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 5. nóvember 2015 kl. 13:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 13:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 13:26
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 13:18
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 13:18
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 13:00
Fjóla Hrund Björnsdóttir (FHB) fyrir Pál Jóhann Pálsson (PJP), kl. 13:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 13:11
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 13:08

Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi kl. 13:35 og kom til baka 13:59. Valgerður Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 15:00 til að fara á fund stjórnarskrárnefndar. Ásmundur Einar Daðason vék af fundi kl. 15:10. Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi kl. 15:31 og kom til baka 15:55.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 304. mál - fjáraukalög 2015 Kl. 13:08
Eftirtaldir gestir komu til fundar við nefndina:
Frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu komu kl. 13:08 Nökkvi Bragason og Björn Þór Hermannsson. Fulltrúar ráðuneytisins kynntu frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2015 og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Þá kom Ester Finnbogadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu kl. 14:20 og fór yfir vaxtagjöld og lánsfjárheimildir ríkisins.
Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu komu kl. 14:55 Gísli Magnússon og Auður B. Árnadóttir.
Frá velferðarráðuneytinu komu kl. 15:20 Sturlaugur Tómasson, Hrönn Ottósdóttir og Unnur Ágústsdóttir.
Frá innanríkisráðuneytinu komu kl. 15:47 Ragnhildur Hjaltadóttir, Pétur Fenger, Sveinn Bragason og Íris B. Kristjánsdóttir.
Frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kom kl. 16:47 Guðrún Gunnarsdóttir.
Gestirnir kynntu þá þætti frumvarpsins sem eru á málefnasviðum viðkomandi ráðuneyta og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 148. mál - opinber fjármál Kl. 17:04
Rætt var um vinnuna sem fram undan er við vinnslu frumvarpsins.

3) Önnur mál Kl. 17:21
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 17:23
Afgreiðslu fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 17:25