18. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 9. nóvember 2015 kl. 09:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:41
Fjóla Hrund Björnsdóttir (FHB) fyrir Pál Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:50

Ásmundur Einar Daðason var fjarverandi. Haraldur Benediktsson var veikur.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2016 Kl. 09:30
Frá Skólmeistarafélagi Íslands komu eftirtaldir gestir til fundar við nefndina: Baldvin Gíslason, Hjalti Jón Sveinsson, Lárus H. Bjarnason, Snjólaug Bjarnadóttir og Ólafur M. Sigurjónsson. Rætt var um fjárhagsleg málefni framhaldsskólanna. Gestirnir lögðu fram minnisblaði dags. 9. nóvember 2015, kynntu efni þess og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Frá ASÍ kom kl. 10:30 Róbert Farestveit. Hann lagði fram og fór yfir hagspá ASÍ 2015-2017 auk þess sem hann svaraði spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 10:54
Rætt var um vinnuna sem fram undan er við vinnslu frumvarps um opinber fjármál.

3) Fundargerð Kl. 10:57
Fundargerðir 16. og 17. fundar samþykktar.

Fundi slitið kl. 11:00