24. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. nóvember 2015 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:02
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:02
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:13
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) fyrir Guðlaug Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:02
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:05
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:27
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:06
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:02

Ásmundur Einar Daðason mætti of seint þar sem hann var við afgreiðslu máls hjá efnahags- og viðskiptanefnd. Valgerður Gunnarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2016 Kl. 09:08
Til fundar við nefndina kom Jón Gunnar Jónsson frá Bankasýslu ríkisins og ræddi um arðgreiðslur Landsbanka Íslands til ríkissjóðs. Þá komu Skúli Eggert Þórðarson og Sigurður Jensson frá embætti ríkisskattstjóra. Rætt var um skatteftirlit og svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna um þau mál.

2) Önnur mál Kl. 11:10
Rætt var um vinnuna fram undan.

3) Fundargerð Kl. 11:23
Fundargerðir 20. og 23. fundar voru samþykktar.

Fundi slitið kl. 11:20