25. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 23. nóvember 2015 kl. 10:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 10:33
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 10:33
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 10:33
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 10:33
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 10:33
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:33
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 10:33
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 10:35

Svandís Svavarsdóttir vék af fundi kl. 10:58 og í hennar stað kom Steinunn Þóra Árnadóttir. Ásmundur Einar Daðason vék af fundi kl. 11:02 til að fara á fund þingflokksformanna og Valgerður Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:37 til að fara á fund forsætisnefndar. Brynhildur Pétursdóttir vék af fundi kl. 11:50.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2016 Kl. 10:38
Frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu komu til fundar við nefndina Maríanna Jónasdóttir, Elín Guðjónsdóttir og Lúðvík Guðjónsson. Lagðar voru fram breytingartilögur ríkisstjórnarinnar við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2016. Farið var yfir hvernig ný þjóðhagsspá Hagstofunnar hefur áhrif á frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2016 og einnig kynntar aðrar breytingartillögur. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna um þær tillögur sem lagðar voru fram og forsendur þeirra.

2) 304. mál - fjáraukalög 2015 Kl. 10:38
Frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu komu til fundar við nefndina Maríanna Jónasdóttir, Elín Guðjónsdóttir og Lúðvík Guðjónsson. Lagðar voru fram breytingartilögur ríkisstjórnarinnar við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2015. Rætt var um þjóðhagsspá Hagstofunnar og þær breytingartillögur sem gerðar eru við frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2015 vegna breytinga á forsendum þjóðhagspárinnar. Einnig var rætt um aðrar breytingartillögur sem gerðar eru við frumvarpið. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna um þær tillögur sem lagðar voru fram og forsendur þeirra.

3) Önnur mál Kl. 11:50
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:55
Fundargerð 24. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:55