29. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, laugardaginn 5. desember 2015 kl. 11:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 11:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 11:30
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 11:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 11:30
Óttarr Proppé (ÓP) fyrir Brynhildi Pétursdóttur (BP), kl. 11:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 11:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 11:30
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS) fyrir Ásmund Einar Daðason (ÁsmD), kl. 11:30

Haraldur Benediktsson, Ásmundur Einar Daðason, Brynhildur Pétursdóttir og Oddný G. Harðardóttir voru veðurteppt en tóku þátt í fundinum í gegnum síma eins og nánar verður gerð grein fyrir.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2016 Kl. 11:30
Lagðar voru fram breytingartillögur meiri hluta fjárlaganefndar ásamt nefndaráliti. Þá véku varamennirnir Óttar Proppé og Þorsteinn Sæmundsson af fundi en aðalmenn tóku þátt í fundinum í gegnum síma.
Meiri hlutinn afgreiddi frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2016 til 2. umræðu með breytingartillögum og nefndaráliti. Meiri hlutann skipa Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Valgerður Gunnarsdóttir, Páll Jóhann Pálsson, Haraldur Benediktsson og Ásmundur Einar Daðason. Minni hlutinn sat hjá við afgreiðslu málsins en hann skipa Oddný G. Harðardóttir, Brynhildur Pétursdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Minni hlutinn mun leggja fram breytingartillögur og þrjú minnihlutaálit. Ásmundur Einar Daðason, Haraldur Benediktsson, Oddný G. Harðardóttir og Brynhildur Pétursdóttir komust ekki á fundinn vegna ófærðar en tóku þátt í afgreiðslu málsins í gegnum síma í samræmi við 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

2) Önnur mál Kl. 11:43
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:45
Afgreiðslu fundargerða var frestað.

Fundi slitið kl. 11:45