33. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 17. desember 2015 kl. 09:03


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:03
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:03
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:03
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:03
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:03
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:03
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:03
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:03

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2016 Kl. 09:04
Frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu komu til fundar við nefndina Nökkvi Bragason, Lúðvík Guðjónsson, Björn Þór Hermannsson og Ester Finnbogadóttir. Ráðuneytið lagði fram minnisblað um losun hafta, stöðu slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja o.fl.,ásamt fylgiskjali og tillögur um nýjar heimildir í 6. gr. við 3. umræðu um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2016.
Rætt var um stöðugleikaframlög og áhrif þeirra á ríkisfjármál. Gestirnir kynntu breytingartillögur við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2016 vegna stöðugleikaframlaga og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 10:11
Rætt var um vinnuna sem fram undan er.

3) Fundargerð Kl. 10:11
Fundargerð 32. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:12