46. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. mars 2016 kl. 09:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:48
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 10:03
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:30

Ásmundur Einar Daðason var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2016 Kl. 09:30
Til fundar við nefndin komu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu Sigurður Helgason og Viðar Helgason. Þeir fóru yfir drög að veikleikamati ráðuneytisins vegna framkvæmdar fjárlaga 2016 en formlegt mat verður afhent fjárlaganefnd um leið og það verður tilbúið. Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.
Frá Ríkisendurskoðun kom Jón Loftur Björnsson kl. 10:55. Jón lagði fram minnisblað Ríkisendurskoðunar dagsett 7. mars 2016 um skil og afgreiðslu á rekstraráætlunum stofnana vegna rekstrarársins 2016. Jón fjallaði um veikleikamat og rekstur ríkisstofnana á árinu 2016 og svaraði spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 11:36
Oddný G. Harðardóttir lagði fram fyrir hönd minni hlutans beiðni um að haldinn yrði fundur um ný reikningsskil tryggingafélaga og áhrif þeirra á ríkissjóð. Þá lagði hún fram tillögu að gestalista. Formaður lagði til að nefndaritara yrði falið að kanna hvort efnahags- og viðskiptanefnd vildi halda sameiginlegan fund með fjárlaganefnd um málið og var það samþykkt.
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:38
Fundargerðir 43., 44. og 45. fundar voru samþykktar.

Fundi slitið kl. 11:38