53. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. apríl 2016 kl. 09:00


Mættir:

Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) fyrir Valgerði Gunnarsdóttur (ValG), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:10
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH) fyrir Ásmund Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00

Vigdís Hauksdóttir var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:30. Oddný G. Harðardóttir vék af fundi kl. 11:30.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Útboð á Herjólfi Kl. 09:00
Til fundar við nefndina komu Sigurður Áss Grétarsson frá Vegagerðinni, Friðfinnur Skaftason frá innanríkisráðuneytinu, Hjörtur Emilsson skipatæknifræðingur frá Navis ehf. og Andres Sigurðsson hafsögumaður hjá Vestmannaeyjabæ. Gestirnir ræddu um ýmis tæknileg atriði vegna smíði á nýrri Vestmannaeyjaferju og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Frá Vestmannaeyjabæ komu kl. 11:00 Elliði Vignisson og Auður Ósk Guðjónsdóttir. Þau ræddu um nýsmíði Vestmannaeyjaferju eins og hún snýr að Vestmannaeyjabæ og íbúum bæjarins. Einnig svöruðu þau spurningum nefndarmanna.
Um kl. 11:30 komu Ragnar Davíðsson frá Ríkiskaupum og Guðmundur Nikulásson og Gunnlaugur Grettisson frá Eimskip. Ragnar fór yfir væntanlegt útboðsferli nýsmíðinnar, tímasetningar sem henni tengjast og ýmist hagnýt mál. Guðmundur og Gunnlaugur fóru yfir nýsmíði skipsins út frá sjónarmiðum Eimskipafélagsins og svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 11:50
Fleiri mál voru ekki á dagskrá.

3) Fundargerð Kl. 12:00
Fundargerð 52. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:00