54. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 25. apríl 2016 kl. 10:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 10:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 11:18
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 10:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 10:45
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 10:20
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 10:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 10:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 10:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 10:00

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Fjármál Íbúðarlánasjóðs Kl. 10:00
Frá Íbúðalánasjóði komu til fundar við nefndina Hermann Jónasson og Sigurður Jón Björnsson. Gestirnir lögðu fram kynningu á starfsemi sjóðsins, fjárhagsstöðu hans og framtíðarhorfum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Uppgjör tryggingafélaga Kl. 11:16
Sæmundur Valdimarsson löggiltur endurskoðandi hjá KPMG ræddi um uppgjör tryggingafélaga, einkum um skattalega bótasjóði, vátryggingaskuldir og fleira sem máli skiptir í uppgjöri félaganna. Þá svaraði hann spurningum nefndarmanna.

3) 374. mál - lokafjárlög 2014 Kl. 11:55
Umfjöllun um frumvarpið var frestað.

4) Önnur mál Kl. 11:58
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 12:00
Fundargerð 53. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:00