61. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 19. maí 2016 kl. 13:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 13:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 13:37
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 13:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:15
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 13:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 13:00

Guðlaugur Þór Þórðarson var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Haraldur Benediktsson og Páll Jóhann Pálsson voru fjarverandi.Valgerður Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 14:30 til að fara á fund vegna erlends samstarfs á vegum Alþingis.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 740. mál - fjármálaáætlun 2017--2021 Kl. 13:00
Til fundarins komu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu Bjarni Benediktsson ráðherra, Þórhallur Arason, Sigurður Helgi Helgason, Sverrir Jónsson og Ester Finnbogadóttir. Gestirnir lögðu fram og fóru yfir kynningu á þeim málefnasviðum í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 sem eru á verkefnasviði ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Gert var hlé á fundinum til kl. 16:00 en þá komu til fundarins Kristján Þór Júlíusson ráðherra, Ólafur Darri Andrason, Margrét Björnsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Elsa Friðfinnsdóttir frá velferðarráðuneytinu. Gestirnir lögðu fram og fóru yfir kynningu á þeim málefnasviðum í tillögu til þingsályktunar um fjármálaáætlun fyrir árin 2017-2021 sem eru á verkefnasviði ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna. Einnig voru á fundinum gestir frá velferðarnefnd Alþingis.

2) Önnur mál Kl. 17:25
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 17:29
Fundargerð 60. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 17:30