71. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. ágúst 2016 kl. 09:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:15
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:15

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 665. mál - opinber innkaup Kl. 09:00
Til fundar við nefndina komu frá Félagi atvinnurekenda Ólafur Stephensen og frá Icepharma Bessi Jóhannesson. Frá Frumtökum, samtökum framleiðenda frumlyfja, komu Jakob F. Garðarsson og Arnþrúður Jónsdóttir. Frá Landspítalanum kom María Heimisdóttir ásamt lögmanni spítalans Baldvin Hafsteinssyni. Frá velferðarráðuneytinu komu Einar Magnússon, Jón Fannar Kolbeinsson og Hlynur Hreinsson. Frá Lyfjastofnun komu Rúna Hauksdóttir og Sindri Kristjánsson og lögðu fram tvö minnisblöð dagsett 10. ágúst 2016. Gestirnir ræddu umsagnir sínar um frumvarp til laga um opinber innkaup og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 11:40
Fleira var ekki gert

3) Fundargerð Kl. 11:50
Fundargerð 70. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:50