75. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 22. ágúst 2016 kl. 09:30


Mættir:

Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 09:30

Vigdís Hauksdóttir, Haraldur Benediktsson, Ásmundur Einar Daðason og Páll Jóhann Pálsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2016 - uppgjör janúar-júní. Kl. 09:30
Til fundar við nefndina komu Viðar Helgason, Kristinn Hjörtur Jónasson og Steinunn Sigvaldadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau fóru yfir framkvæmd fjárlaga fyrstu 6 mánuði ársins og lögðu fram minnisblað dags. 22.08.2016 þar sem fram koma skýringar á helstu frávikum. Auk þess svöruðu þau spurningum frá nefndarmönnum.

2) Önnur mál Kl. 10:12
Lagt var fram bréf fjármála- og efnahagsráðuneytisins dags. 18. ágúst 2016 um framvindu við úrvinnslu stöðugleikaeigna. Einnig voru lögð fram drög að áliti fjárlaganefndar um skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2014.

3) Fundargerð Kl. 10:15
Fundargerð 74. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:15