85. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 28. september 2016 kl. 19:00


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 19:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 19:25
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 19:00
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 19:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 19:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 19:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 19:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 19:00

Ásmundur Einar Daðason var fjarverandi.

Nefndarritari: Jón Magnússon

Bókað:

1) 873. mál - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins Kl. 19:00
Til fundar við nefndina komu Gunnar Björnsson, Lilja Sturludóttir, Sigurður H. Helgason, Björn Rögnvaldsson, Ester Finnbogadóttir og Björn Þór Hermannsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Gestirnir fóru yfir sérstakt kynningarefni vegna frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Samþykkt var að senda frumvarpið út til umsagnar til aðildarfélaga ríkisstarfsmanna. Gefinn skilafrestur til nk. þriðjudagsmorguns. Jafnframt var samþykkt að boða til fundar á þriðjudaginn með fulltrúum þeirra félaga sem hafa sent Alþingi ályktun vegna frumvarpsins. Auk þess verða fulltrúar BSRB og BHM ásamt Kennarasambandinu boðaðar á fundinn.

2) Önnur mál Kl. 20:14
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 20:14
Fundargerð 84. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 20:15