87. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, miðvikudaginn 5. október 2016 kl. 12:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 12:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 12:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 12:30
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 12:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 12:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 12:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 12:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 12:30

Nefndarritari: Jón Magnússon

Bókað:

1) 665. mál - opinber innkaup Kl. 12:30
Lagt var nefndarálit með breytingatillögu og samþykkt að afgreiða málið til 3. umr. með tilteknum breytingum á álitinu. Allir nefndarmenn standa að álitinu.

2) 875. mál - fjáraukalög 2016 Kl. 12:54
Lagt var fram nefndarálit og samþykkt með atkvæðum meiri hluta að taka málið úr nefndinni þannig að það gangi til 2. umr. Meiri hlutann skipa: Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Ásmundur Einar Daðason, Páll Jóhann Pálsson og Ásmundur Friðriksson. Valgerður Gunnarsdóttir var fjarstödd en lýsti sig samþykka afgreiðslu málsins. Aðrir nefndarmenn sátu hjá við afgreiðslu málsins.

3) Önnur mál Kl. 12:56


4) Fundargerð Kl. 12:59
Fundargerðir 86. og 87. fundar voru samþykktar

Fundi slitið kl. 13:00