3. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 9. desember 2016 kl. 08:00


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 08:20
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 08:00
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 08:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:00
Eygló Harðardóttir (EyH) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 08:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 08:30
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 08:15
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 08:00

Hádegisverðarhlé var tekið milli kl. 13:00 og 13:30.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:30 en í hennar stað kom Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Guðlaugur Þór Þórðarson vék af fundi kl. 11:00 og kom til baka 11:55. Þá kom hann til baka að loknu hádegisverðarhléi kl. 14:47. Unnur Brá Konráðsdóttir vék af fundi kl. 11:00 og kom til baka 13:42. Hún vék síðan af fundi kl. 16:45. Björn Leví Gunnarsson vék af fundi kl. kl. 11:24 og kom til baka að loknu hádegisverðarhléi. Theodóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 11:35 og kom til baka kl. 14:26. Oddný G. Harðardóttir vék af fundi kl. 17:38.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2017 Kl. 08:00
Ester Finnbogadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu fór yfir skuldamál og vaxtagreiðslur ríkissjóðs og svaraði spurningum um þau mál.
Hrafn Hlynsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu kom til fundarins kl. 8:30 og ræddi um 5. grein frumvarpsins sem fjallar um ýmsar heimildir sem fjármála- og efnahagsmálaráðherra eru veittar. Svaraði hann síðan spurningum nefndarmanna um heimildargreinina.

2) Störf fastanefnda Kl. 09:00
Elín Valdís Þorsteinsdóttir deildarstjóri á nefndasviði Alþingis kynnti helstu reglur um störf fastanefnda þingsins og svaraði spurningum um þær.

3) 1. mál - fjárlög 2017 Kl. 09:30
Til fundarins komu Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra, Ragnhildur Arnljótsdóttir, Óðinn Helgi Jónsson og Heiður M. Björnsdóttir frá forsætisráðuneytinu.
Kl.10:30 komu Karítas Gunnarsdóttir, Helgi Freyr Kristinsson, Þórunn Jóna Hauksdóttir, Auður Björg Árnadóttir, Marta Guðrún Skúladóttir og Ásdís Jónsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Kl. 12:20 komu Harald Aspelund, Arnór Sigurjónsson og Sigurlilja Albertsdóttir frá utanríkisráðuneytinu.
Kl. 13:30 komu Guðrún Gísladóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og Bjarkey Rut Gunnlaugsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Kl. 14:21 komu Sveinn Magnússon, Ólafur Darri Andrason, Hlynur Hreinsson, Bolli Þór Bollason, Dagný Brynjólfsdóttir, Sturlaugur Tómasson, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Ása Þórhildur Þórðardóttir og Matthías Imslad frá velferðarráðuneytinu.
Kl. 15:50 komu Sverrir Jónsson, Sigurður Helgi Helgason, Esther Finnbogadóttir, Maríanna Jónasdóttir og Guðrún Þorleifsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Kl. 17:15 komu Sigríður Auður Arnalds, Stefán Guðmundsson og Jón Geir Pétursson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Gestirnir lögðu fram kynningarefni og fóru yfir þau málefnasvið og málefnaflokka sem eru á ábyrgð ráðuneyta þeirra auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 17:50
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 17:51
Afgreiðslu fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 17:52