4. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 12. desember 2016 kl. 08:30


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 08:30
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 08:30
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 08:40
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:30
Eygló Harðardóttir (EyH) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 08:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 08:54
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 08:30
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 08:30

Unnur Brá Konráðsdóttir vék af fundi kl. 10:50. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 11:05 til að fara á þingflokksfund. Guðlaugur Þór Þórðarson og Oddný G. Harðardóttir véku af fundi kl. 11:37.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2017 Kl. 08:30
Til fundarins komu Ragnhildur Hjaltadóttir, Ingilín Kristmannsdóttir, Hermann Sæmundsson, Pétur Fenger og Friðfinnur Skaftason frá innanríkisráðuneytinu. Gestirnir lögðu fram kynningu og kynntu þau málefnasvið og málefnaflokka sem eru á ábygðarsviði ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Klukkan 10:45 komu Marinó Melsted, Björn Rragnar Björnsson og Brynjar Örn Ólafsson frá Hagstofu Íslands. Þeir lögðu fram og kynntu hagspá stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Björn Leví Gunnarsson bókar eftirfarandi: „Umsagnaraðilar þurfa lengri tíma til að ganga frá umsögnum sínum og kynna þær og er óþægilegt hversu hratt farið er í gegn um hvert málefnasvið og málaflokk.“
Auk þess bókar hann eftirfarandi: „Fjárlaganefnd hefur ekki enn fengið umbeðin excel skjöl í tölvutæku formi frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu eins og óskað var eftir þegar ráðuneytið kynnti forsendur fjárlagafrumvarpsins, sem og talnagrunn fjárlagafrumvarpsins sem nefndin á rétt á að fá samkvæmt lögum um opinber fjármál nr. 123/2015.“

2) Önnur mál Kl. 11:52
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:53
Afgreiðslu fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 11:54