11. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 15. desember 2016 kl. 15:00


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 15:00
Oddný G. Harðardóttir (OH) 1. varaformaður, kl. 15:00
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 15:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 15:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 15:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 15:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 15:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 15:00
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 15:00

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2017 Kl. 15:00
Til fundarins komu Sigurbergur Björnsson frá innanríkisráðuneytinu. Auk hans komu Hreinn Haraldsson og Hannes M. Sigurðsson frá Vegagerðinni. Fulltrúar Vegagerðarinnar lögðu var fram minnisblað vegna samgönguáætlunar. Einnig komu Björn Þór Hermannsson og Magnús Óskar Hafsteinsson frá fjármála- og efnahagsmálaráðuneytinu.
Farið var yfir samgöngumál.

2) 10. mál - fjáraukalög 2016 Kl. 16:20
Björn Þór Hermannsson, Magnús Óskar Hafsteinsson, Maríanna Jónasdóttir og Íris Hannah Atladóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu kynntu frumvarp til fjáraukalaga fyrir árið 2016 og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þess. Gestirnir véku af fundi kl. 17:53 og hélt nefndin áfram vinnu við frumvörp til fjárlaga og fjáraukalaga.

3) Önnur mál Kl. 19:40
Rætt var um vinnuna sem framundan er við vinnslu fjárlagafrumvarps fyrir árið 2017.

4) Fundargerð Kl. 19:48
Afgreiðslu fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 19:49