23. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 1. febrúar 2017 kl. 09:00


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 1. varaformaður, kl. 09:00
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 09:14
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:08
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:22

Páll Magnússon vék af fundi kl. 11:00 og kom til baka 11:17. Hann vék síðan af fundi kl. 11:30.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Styrkveitingar úr afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands Kl. 09:12
Til fundarins komu Jón Vilberg Guðjónsson og Óskar Þór Ármannsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og fjölluðu um verklag og reglur sem gilda um styrkveitingar úr Afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Einnig var fjallað um fjármögnun sjóðsins og svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna um fyrrgreind mál.
Gestirnir lögðu fram samning um fjármögnun Afrekssjóðs ÍSÍ dags. 28. júlí 2016, reglugerð um Afrekssjóð ÍSÍ og handbók mennta- og menningarmálaráðuneytisins um sjóði og styrkveitingar.

2) Yfirlit skattastyrkja Kl. 09:58
Til fundarins komu Maríanna Jónasdóttir og Elín Guðjónsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og fjölluðu um skattastyrki og svöruðu spurningum nefndarmanna um þá.

3) 66. mál - fjármálastefna 2017--2022 Kl. 10:40
Til fundarins komu Björn Þór Hermannsson, Guðrún Þorleifsdóttir og Maríanna Jónasdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og kynntu tillögu til þingsályktunar um fjármálastefnu fyrir árin 2017-2022. Gestirnir lögðu fram kynningarefni sem farið var yfir og svöruðu spurningum nefndarmanna. Ákveðið var að setja þingsályktunina í umsagnarferli.

4) Önnur mál Kl. 11:50
Lögð voru fram drög að starfsáætlun fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi. Einnig var rætt um fyrirhugaða ferð tveggja fulltrúa nefndarinnar ásamt nefndarritara á ráðstefnu í Stokkhólmi, Svíþjóð 15. mars nk.

5) Fundargerð Kl. 11:56
Fundargerð 22. fundar var samþykkt

Fundi slitið kl. 11:57