25. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 8. febrúar 2017 kl. 09:00


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 1. varaformaður, kl. 09:00
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 09:13
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:00
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:00

Theódóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 10:06. Silja Dögg Gunnarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 66. mál - fjármálastefna 2017--2022 Kl. 09:05
Til fundar við nefndina kom Gunnar Gunnarsson frá Seðlabanka Íslands. Hann fór yfir umsögn bankans um þingsályktunartillöguna og svaraði spurningum um hana.

2) 1. mál - fjárlög 2017 Kl. 09:57
Til fundarins komu Björn Þór Hermannsson, Álfrún Tryggvadóttir og Margrét Björk Svavarsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau lögðu fram bréf ráðuneytisins dags. 17. janúar 2017, yfirlit um breytingar Alþingis á frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017 við 2. umræðu og 3. umræðu. Einnig var lagt fram yfirlit yfir útfærslu í fylgiriti vegna breytinga Alþingis á frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2017. Gestirnir fóru yfir framlögð gögn og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

3) Tilnefning í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra Kl. 09:48
Dagskrárliðnum var frestað.

4) Tilnefning í samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir Kl. 09:50
Dagskrárliðnum var frestað.

5) Önnur mál Kl. 11:15
Fleira var ekki gert.

6) Fundargerð Kl. 11:18
Fundargerð 24. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:20