29. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 27. febrúar 2017 kl. 09:30


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 09:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 1. varaformaður, kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:38
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:30
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:47

Oddný G. Harðardóttir vék af fundi kl. 10:58 og Hanna Katrín Friðriksson kl. 10:59. Njáll Trausti Friðbertsson var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis og Theódóra S. Þorsteinsdóttir var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 66. mál - fjármálastefna 2017--2022 Kl. 09:30
Til fundar við nefndina kom Henný Hinz hagfræðingur Alþýðusambands Íslands. Hún kynnti umsögn sambandsins um þingsályktunartillöguna og svaraði spurningum um hana.
Um kl. 10:18 mættu Ásdís Kristjánsdóttir og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins. Þau kynntu umsögn samtakanna og svörðu spurningum nefndarmanna um hana.

2) Tilnefning í stjórn framkvæmdasjóðs aldraðra Kl. 10:58
Afgreiðslu málsins var frestað.

3) Tilnefning í Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir Kl. 10:59
Afgreiðslu málsins var frestað.

4) Önnur mál Kl. 10:11
Lögð fram og kynnt drög að nefndaráliti um lokafjárlög 2015.

5) Fundargerð Kl. 11:02
Fundargerð 28. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:03