32. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 6. mars 2017 kl. 09:30


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 09:30
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 10:01
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:48

Páll Magnússon var fjarverandi. Hanna Katrín Friðriksson var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2017 Kl. 09:30
Til fundarins komu Sigurður H. Helgason, Viðar Helgason og Steinunn Sigvaldadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gestirnir lögðu fram og ræddu kynningarefni um ábyrgð og eftirlit með framkvæmd fjárlaga, millifærslur fjárveitinga og notkun varasjóða, áhættumat ársins 2017 og lokafjárlög 2015. Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:12
Fundargerð 31. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:16