36. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 21. mars 2017 kl. 13:10


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 13:10
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 13:10
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:14
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson (HKF), kl. 13:10
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 13:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 13:13
Óli Björn Kárason (ÓBK) fyrir Pál Magnússon (PállM), kl. 13:10
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 13:10

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 66. mál - fjármálastefna 2017--2022 Kl. 13:10
Lagt fram nefndarálit meiri hluta um tillögu til þingsályktunar um fjármálastefnu fyrir árin 2017-2022. Tillagan var afgreidd til 2. umræðu með atkvæðum Haraldar Benediktssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Jóns Steindórs Valdimarssonar, Njáls Trausta Friðbertssonar og Óla Björns Kárasonar.
Minni hlutinn sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Í honum eru Oddný G. Harðardóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Björn Leví Gunnarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir. Mun hvert þeirra leggja fram nefndarálit.

2) Önnur mál Kl. 13:24
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 13:25
Fundargerð 36. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 13:26