40. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Oddfellowhúsinu, mánudaginn 3. apríl 2017 kl. 09:30


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 09:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 1. varaformaður, kl. 09:30
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:30
Logi Einarsson (LE) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:30
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:30
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:30

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 09:30
Fundurinn var haldinn í Oddfellow húsinu í Reykjavík og var opinn öllum þingmönnum og nefndariturum Alþingis.
Álfrún Tryggvadóttir, Marta Birna Baldursdóttir og Þröstur Freyr Gylfason, starfsmenn fjármála- og efnahagsráðuneytisins, kynntu stefnumótunarvinnu, mælikvarða, viðmið o.fl. til undirbúnings fyrir vinnu þingnefnda við tillögu til þingsályktunar fyrir árin 2018-2022 og svöruðu spurningum þingmanna um það efni.

2) Önnur mál Kl. 11:29
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:28
Fundargerð 39. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:30