43. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 24. apríl 2017 kl. 09:30


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 09:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 1. varaformaður, kl. 09:30
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 09:46
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:30
Eygló Harðardóttir (EyH) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 09:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:30
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:30

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Ýmsar umbætur í ríkisrekstri Kl. 09:30
Til fundar við nefndina komu Sverrir Jónsson, Þröstur Freyr Gylfason, Guðrún Ögmundsdóttir og Marta Birna Baldursdóttir. Þau lögðu fram og fóru yfir kynningarefni um fyrirhugaðar umbætur í ríkisrekstrinum og svöruðu spurningum nefndarmanna um það efni.

2) Fjármálaáætlun, skatta- eigna og fjármálaumsýsla Kl. 10:30
Til fundar við nefndina komu Sverrir Jónsson, Þröstur Freyr Gylfason, Guðrún Ögmundsdóttir og Marta Birna Baldursdóttir. Þau lögðu fram og fóru yfir kynningarefni um skatta- eigna og fjármálaumsýslu og svöruðu spurningum nefndarmanna um það efni.

3) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 10:59
Fundargerð 42. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:00