46. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 28. apríl 2017 kl. 09:07


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 09:07
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 1. varaformaður, kl. 09:07
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:14
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:07
Eygló Harðardóttir (EyH) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 09:19
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:07
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:07
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:07

Theodóra S. Þorsteinsdóttir var fjarverandi. Páll Magnússon vék af fundi kl. 11:05 og Oddný G. Harðardóttir kl. 11:50. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 10:22 og kom til baka kl. 11:30.

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 09:08
Til fundar við nefndina komu:
Kl. 9:00. Páll S. Brynjarsson, Hafdís Bjarnadóttir, Rakel Óskarsdóttir, Kristinn Jónasson, Sævar Freyr Þráinsson og Gunnlaugur Júlíusson frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Kl. 9:50. Birgir Björn Sigurjónsson, Agnes S. Andrésdóttir og Erik Bjarnason frá Reykjavíkurborg og Guðjón Bragason og Telma Halldórsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Kl. 11:08. Hafsteinn Hafsteinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Hafsteinn gerði grein fyrir sölu ríkisins á Vífilsstaðalandi og svaraði spurningum um það mál.
Kl. 11:50. Jón Steinar Gunnlaugsson fv. hæstaréttardómari. Jón gerði grein fyrir meðferð 6. greinar heimilda í fjárlögum.
Gestirnir lögðu fram eða munu senda greinargerðir sem þeir kynntu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 12:10
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 12:12
Fundargerð 45. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:13