49. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. maí 2017 kl. 09:00


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Dóra Sif Tynes (DT) fyrir Hönnu Katrínu Friðriksson (HKF), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:00
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:00

Theodóra S. Þorsteinsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 402. mál - fjármálaáætlun 2018--2022 Kl. 09:00
Til fundarins komu Halldór Benjamín Þorbergsson og Ásdís Kristjánsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins og Helga Árnadóttir og Grímur Sæmundsen frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Gestirnir lögðu fram kynningarefni sem þeir fóru yfir og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Kl. 10:26. Gylfi Arnbjörnsson og Henný Hinz frá ASÍ. Gestirnir fóru yfir umsögn sína um fjármálaáætlunina og svöruðu spurningum nefndarmanna. Einnig var lagt fram kynningarefni.
Kl. 11.10. Björn Brynjúlfur Björnsson og Kristrún M. Frostadóttir frá Viðskiptaráði. Gestirnir fóru yfir umsögn ráðsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 11:24
Rætt var um vinnuna framundan.

3) Fundargerð Kl. 11:27
Fundargerð 48. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:29