58. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 16. júní 2017 kl. 10:00


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 10:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 1. varaformaður, kl. 10:30
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 10:42
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 10:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 10:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 10:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 10:10
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 10:10

Nefndarritari: Jón Magnússon

Bókað:

1) Viljayfirlýsing ríkis og borgar um aukið framboð lóða. Kl. 10:00
Til fundarins kom fulltrúi fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Hafsteinn S. Hafsteinsson og gerði grein fyrir stöðu lóðamála sem nefnd eru í yfirlýsingu ríkis og borgar og svaraði spurningum nefndarmanna.

2) Framkvæmd fjárlaga 2017 Kl. 10:45
Til fundarins komu Haukur Guðmundsson, Pétur U. Fenger og Brynhildur Þorgeirsdóttir frá dómsmálaráðuneytinu og gerðu grein fyrir fjárhagsstöðu málasviða ráðuneytisins á fyrsta ársfjórðungi 2017 og svöruðu spurningum nefndarmanna. Sérstaklega var rætt um fjármál vegna hælisleitenda.

Til fundarins komu Gísli Þ. Magnússon, Auður B. Árnadóttir og Helgi F. Kristinsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og gerðu grein fyrir fjárhagsstöðu málasviða ráðuneytisins á fyrsta ársfjórðungi 2017 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Til fundarins komu Ólafur Darri Andrason, Unnur Ágústsdóttir, Dagný Brynjólfsdóttir og Sturlaugur Tómasson frá velferðarráðuneytinu og gerðu grein fyrir fjárhagsstöðu málasviða ráðuneytisins á fyrsta ársfjórðungi 2017 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 13:50
Engin önnur mál voru tekin fyrir.

4) Fundargerð Kl. 13:55
Fundargerð 57. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 13:55