60. fundur
fjárlaganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 11. september 2017 kl. 10:30


Mættir:

Haraldur Benediktsson (HarB) formaður, kl. 10:30
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ) 2. varaformaður, kl. 10:53
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 10:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 10:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 10:30
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 10:30
Páll Magnússon (PállM), kl. 10:49
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 10:30

Hanna Katrín Friðriksson var fjarverandi.
Theodóra S. Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 10:40 og kom til baka kl. 11:18.

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Innleiðing laga um opinber fjármál Kl. 10:30
Til fundarins komu Björn Þór Hermannssson, Gunnar H. Hall, Björn Rögnvaldsson og Álfrún Tryggvadóttir. Gestirnir lögðu fram áætlun um innleiðingu á lögum um opinber fjármál, minnisblað dags. 11. september 2017 um fjárstjórn Alþingis og framkvæmd laga nr. 123/2015 um opinber fjármál, lögfræðiálit um stjórnskipulegt gildi ákvæða laga um opinber fjármál nr. 123/2015 og minnisblað dagsett 4. nóvember 2015 um frumvarp til laga um opinber fjármál. Rætt var um innleiðingaráætlunina og svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna um hana.

2) Önnur mál Kl. 11:22
Rætt var um vinnuna framundan.

3) Fundargerð Kl. 11:23
Fundargerð 59. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:24