8. fundur
fjárlaganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 27. desember 2017 kl. 11:00


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 11:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 11:00
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 11:03
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 11:03
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 11:03
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 11:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 11:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 11:00
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 11:00

Páll Magnússon var fjarverandi vegna nefndarstarfa hjá fastanefndum Alþingis.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 66. mál - fjáraukalög 2017 Kl. 11:00
Formaður lagði til að Haraldur Benediktsson yrði framsögumaður málsins og var það samþykkt af öllum viðstöddum sem voru Willum Þór Þórsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Ólafur Ísleifsson, Björn Leví Gunnarsson auk Haraldar.
Frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu mættu Björn Þór Hermannsson, Álfrún Tryggvadóttir, Þórdís Steinsdóttir og Magnús Óskar Hafsteinsson. Gestirnir kynntu frumvarp til fjáraukalaga 2017 og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þess. Ákveðið var að nefndin myndi senda ráðuneytinu skriflegar spurningar sem svarað yrði með minnisblaði síðar í dag.

2) Önnur mál Kl. 12:25
Rætt var um vinnuna sem framundan er við afgreiðslu mála. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 12:29
Fundargerð 7. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:30