9. fundur
fjárlaganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 28. desember 2017 kl. 09:00


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 09:05
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:04
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:04

Páll Magnússon var fjarverandi vegna nefndarstarfa hjá fastanefndum Alþingis.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 66. mál - fjáraukalög 2017 Kl. 09:00
Til fundarins komu Björn Þór Hermannsson, Hafsteinn Hafsteinsson og Viðar Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir lögðu fram skrifleg svör við fyrirspurnum sem þeir fengu frá fjárlaganefnd í gær. Farið var yfir svörin með nefndarmönnum.
Kl. 10:18. Ingi K. Magnússon og Jón Loftur Björnsson frá Ríkisendurskoðun fóru yfir gildandi ákvæði um fjáraukalög, notkun varasjóða o.fl. og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Kl. 10:50. Ólafur Friðriksson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Sindri Sindrason formaður Bændasamtaka Íslands, Oddný Steina Valsdóttir formaður Landssambands sauðfjárbænda og Unnsteinn Snorri Snorrason framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda. Gestirnir gerðu grein fyrir sjónarmiðum ráðuneytisins og samtakanna um stuðning ríkissjóðs við sauðfjárbændur í frumvarpinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Njáll Trausti Friðbertsson lætur bóka eftirfarandi: „Ég óska eftir að samningur ríkisins (fjármála- og efnahagsráðuneytisins) á sölu lóða og lands innan borgarmarka sem eru í eigu ríkisins til Reykjavíkurborgar verði kynntir fyrir fjárlaganefnd áður en til undirskriftar kemur".
Björn Leví Gunnarsson lætur bóka eftirfarandi: „Óskað er eftir að lögð verði fram tryggingafræðileg úttekt á stöðu B-deildar LSR þar sem fram kemur hve mikið þurfi að hækka árleg framlög ríkisins til deildarinnar til að hún geti staðið við skuldbindingar til framtíðar".

2) Önnur mál Kl. 12:20
Rætt var um vinnuna sem framundan er. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 12:28
Fundargerð 8. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:29