11. fundur
fjárlaganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. janúar 2018 kl. 09:00


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 09:11
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:15
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:05
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:00
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:11

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Störf nefndarinnar Kl. 09:00
Rætt var um þau verkefni sem framundan eru í störfum nefndarinnar.

2) Staða ríkisstofnana á Suðurnesjum Kl. 09:15
Til fundarins komu Kjartan Már Kjartansson, Sigrún Arnardóttir, Berglind Kristinsdóttir, Magnús Stefánsson og Huginn Þorsteinsson. Lögð var fram og kynnt úttekt á stöðu og horfum hjá ríkisstofnunum á Suðurnesjum. Gestirnir svöruðu síðan spurningum nefndarmanna um efni hennar.

3) Önnur mál Kl. 10:58
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:01
Fundargerð 10. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:03