26. fundur
fjárlaganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 13. mars 2018 kl. 13:04


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 13:04
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 13:04
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 13:08
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:04
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 13:33
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 13:04
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 13:04
Páll Magnússon (PállM), kl. 13:33

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 167. mál - markaðar tekjur Kl. 13:05
Til fundarins komu Hrafnkell Gíslason, Hrefna Ingvadóttir og Björn Geirsson frá Póst- og fjarskiptastofnun. Þau fóru yfir umsögn stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna um hana.

2) Framkvæmd fjárlaga 2018 Kl. 13:33
Til fundarins komu Steinunn Sigvaldadóttir, Kristinn Hjörtur Jónasson og Viðar Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau fóru yfir minnisblað ráðuneytisins um áhættumat vegna framkvæmdar fjárlaga 2018 og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þess.

3) 2. mál - fjármálastefna 2018--2022 Kl. 14:40
Tillagan var rædd án gesta.

4) Önnur mál Kl. 14:46
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 14:47
Fundargerð 25. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 14:48