28. fundur
fjárlaganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 15. mars 2018 kl. 13:08


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 13:08
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 13:08
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 13:08
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:08
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:08
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 13:08
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 13:08
Páll Magnússon (PállM), kl. 13:08

Páll Magnússon vék af fundi kl. 13:52 og kom til baka kl. 14:20. Ágúst Ólafur Ágústsson var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Skógrækt Kl. 13:08
Til fundarins komu Hreinn Óskarsson og Sigríður Júlía Brynjólfsdóttir frá Skógrækt ríkisins. Jónatan Garðarsson fulltrúi áhugamanna um skógrækt og Hlynur Gauti Sigurðsson frá Landssambandi skógareigenda. Gestirnir kynntu áætlanir um fjórföldun í gróðursetningu skóga, kolefnisbindingu í skógum o.fl. og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 2. mál - fjármálastefna 2018--2022 Kl. 14:16
Tillagan var afgreidd til annarrar umræðu með atkvæðum Willums Þórs Þórssonar, Haraldar Benediktssonar, Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, Páls Magnússonar og Njáls Trausta Friðbertssonar. Ólafur Ísleifsson, Birgir Þórarinsson og Björn Leví Gunnarsson sátu hjá og munu legga fram nefndarálit hver fyrir sig. Ágúst Ólafur Ágústsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en hefur tekið þátt í efnislegri umfjöllun um það og leggur fram nefndarálit sbr.4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis.

3) 49. mál - lokafjárlög 2016 Kl. 14:25
Til fundarins komu Lúðvík Guðjónsson og Viðar Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir svöruðu spurningum nefndarmanna um ýmsa liði fjáraukalaga sem þörfnuðust skýringa að lokinni yfirferð nefndarinnar yfir frumvarpið.

4) Önnur mál Kl. 15:32
Rætt var um þau verkefni sem framundan eru. Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 15:39


Fundi slitið kl. 15:40