43. fundur
fjárlaganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 30. apríl 2018 kl. 09:30


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 09:30
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:30
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:30
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:35

Birgir Þórarinsson vék af fundi kl. 10:46.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Fjármögnun Vaðlaheiðarganga Kl. 09:30
Til fundarins komu Hafsteinn Hafsteinsson og Jón Gunnar Vilhelmsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir fóru yfir minnisblöð ráðuneytisins dags. 27. apríl 2018, annars vegar „fyrirspurn fjárlaganefndar varðandi lánveitingu til Vaðlaheiðarganga hf.“ og hins vegar „spurningar um lánveitingu ríkisins til Vaðlaheiðarganga hf.“ Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

2) 494. mál - fjármálaáætlun 2019--2023 Kl. 10:37
Til fundarins komu Sigurður Snævarr og Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þeir kynntu umsögn sambandsins og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

3) Önnur mál Kl. 11:47
Rætt var um vinnu við þau mál sem eru til meðferðar hjá nefndinni. Einnig var ákveðið að fjalla nánar um fjármögnun Vaðlaheiðarganga á næsta fundi nefndarinnar.

4) Fundargerð Kl. 12:04
Fundargerð 42. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:06