1. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 17. september 2018 kl. 09:30


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:30
Olga Margrét Cilia (OC) fyrir Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:30
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:30
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:36
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:30

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Störf nefndarinnar Kl. 09:30
Formaður lagði fram og kynnti starfsáætlun nefndarinnar með þeim fyrirvara að hún kann að breytast eftir því þörf krefur. Farið var yfir störf nefndarinnar við fjárlagavinnuna sem framundan er.

2) 1. mál - fjárlög 2019 Kl. 09:45
Til fundarins komu Sigurður Páll Ólafsson, Tómas Brynjólfsson, Dóróthea Jóhannsdóttir, Björn Þór Hermannsson og Margrét Björk Svavarsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þau lögðu fram og kynntu efnahagsforsendur fjárlagafrumvarpsins, bentu á að áhætta og óvissa um efnahagshorfur hefði aukist, en jafnfram að svigrúm til að mæta hagsveiflum væri mikið.

3) Önnur mál Kl. 10:50
Lagt var fram bréf fjármála- og efnahagsráðuneytisins dags. 23. ágúst 2018 sem fjallar um drög að tveimur reglugerðum til umsagnar. Jafnframt voru drög reglugerðanna lögð fram. Annars vegar drög að reglugerð um sjóðsstöðu og sjóðsstýringu ríkisaðila og verkefna í A-hluta ríkissjóðs og drög reglugerðar um ráðstöfun á árslokastöðu. Ákveðið var að taka drög þeirra fyrir á dagskrá nefndarinnar 21. september nk. Einnig var rætt um efni bréfs sem nefndin sendi forseta Alþingis nú í sumar sem fjallar um stöðumat laga um opinber fjármál.
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 10:52
Afgreiðslu fundargerðar var frestað.

Fundi slitið kl. 11:00