2. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 19. september 2018 kl. 09:00


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Olga Margrét Cilia (OC) fyrir Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:09
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:00

Haraldur Benediktsson vék af fundi kl. 10:32 og kom til baka kl. 10:52.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Viðhald vega Kl. 09:00
Til fundarins komu Bergþóra Þorkelsdóttir, G. Pétur Matthíasson og Magnús Valur Jóhannesson frá Vegagerðinni. Þau fóru yfir svör stofnunarinnar við fyrirspurn nefndarinnar um ýmsar forsendur fyrir niðurbroti á þjóðvegakerfinu, einkum vegna umferðar þungra ökutækja, og leiðir til að hægja á því. Einnig svöruðu þau spurningum nefndarmanna um þessi mál.

2) Verkefni tengd almannatryggingum Kl. 10:07
Til fundarins komu Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, Ágúst Þór Sigurðsson, Klara Baldursdóttir Briem og Guðmann Ólafsson frá velferðarráðuneytinu. Þau fóru yfir skrifleg svör ráðuneytisins við fyrirspurn nefndarinnar um málefni öryrkja á Íslandi. Einnig voru lögð fram viðbótar fylgiskjöl með svarinu.

3) Framkvæmdir Ofanflóðasjóðs Kl. 11:03
Til fundarins komu Hafsteinn Pálsson frá Ofanflóðasjóði og Sigríður Auður Arnardóttir og Stefán Guðmundsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Lögð var fram kynning á starfsemi Ofanflóðasjóðs og svöruðu gestirnir spurningum um málefni hans.

4) Önnur mál Kl. 11:30
Ákveðið var að óska eftir skýringum á því hvers vegna hátíðarfundur Alþingis sem haldinn var á Þingvöllum 18. júlí sl. fór verulega fram úr fjárhagsáætlun. Þá var ákveðið að óska ítarlegri upplýsinga frá ríkisendurskoðanda um túlkun á reglum um almennan varasjóð en fram koma í bréfi hans til nefndarinnar dagsett 5. júlí sl. Fleira var ekki gert.

5) Fundargerð Kl. 11:34
Fundargerð 1. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:30