4. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 24. september 2018 kl. 09:30


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:30
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:30
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 10:33
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:30
Páll Magnússon (PállM), kl. 10:11
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:30

Haraldur Benediktsson var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2019 Kl. 09:38
Til fundarins komu Helgi Bernódusson, Ingvar Þór Sigurðsson og Auður Elva Jónsdóttir frá skrifstofu Alþingis. Þau fóru yfir þau atriði fjárlagafrumvarpsins sem varða starfsemi Alþingis. Einnig var farið yfir fjármál og áætlanagerð vegna hátíðarþingfundar á Þingvöllum 18. júlí 2018. Lagt var fram minnisblað um undirbúning og kostnað við hátíðarfundinn á Þingvöllum 18. júlí 2018. Þá verða nefndinni send frekari gögn um málið síðar í dag.

2) Önnur mál Kl. 09:37
Formaður fór yfir drög að bréfi til Ríkisendurskoðunar þar sem óskað verður eftir túlkun stofnunarinnar á 24. gr. laga nr.123/2015 um almennan varasjóð A-hluta. Þá fór formaður yfir drög að bréfi sem sent verður til aðila sem senda nefndinni beiðni um fjárveitingar af safnliðum. Í þriðja lagi voru lögð fram drög að bréfi til fjármála- og efnahagsráðuneytisins þar sem farið er yfir afstöðu nefndarinnar til fyrirhugaðra reglugerða ráðuneytisins um ráðstöfun á árslokastöðu, og sjóðsstöðu og sjóðsstýringu ríkisaðilia. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:01
Fundargerð 3. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:02