10. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. október 2018 kl. 08:38


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 08:38
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 08:52
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 08:38
Ingibjörg Þórðardóttir (IÞ) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 08:38
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir (JVG) fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 08:38
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 08:38
Páll Magnússon (PállM), kl. 08:38
Teitur Björn Einarsson (TBE) fyrir Harald Benediktsson (HarB), kl. 08:38
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) fyrir Njál Trausta Friðbertsson (NTF), kl. 08:38
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 08:38

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Framkvæmd fjárlaga 2018 Kl. 08:55
Skúli Eggert Þórðarson, Guðrún Jenný Jónsdóttir og Jón Loftur Björnsson frá Ríkisendurskoðun. Kynntar voru niðurstöður úr skýrslu stofnunarinnar um eftirlit með framkvæmd fjárlaga fyrstu sex mánuði ársins 2018. Auk þess svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

2) 1. mál - fjárlög 2019 Kl. 08:50
Til fundarins komu Skúli Eggert Þórðarson, Guðrún Jenný Jónsdóttir og Jón Loftur Björnsson frá Ríkisendurskoðun. Kynnt var umsögn stofnunarinnar auk þess svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.
Kl. 10:00. Til fundarins kom Róbert Farestveit frá Alþýðusambandi Íslands. Hann kynnti umsögn sambandsins og svaraði spurningum nefndarmanna um efni hennar.

3) Önnur mál Kl. 10:52
Lögð var fram dagskrá næstu funda. Ákveðið var að ítreka við fjármála- og efnahagsráðuneytið að kannað yrði hvort frekari gögn væru til hjá ráðuneytinu um Vaðlaheiðargöng. Þá var ákveðið að senda fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrirspurn um fyrirkomulag endurgreiðslna dagpeninga samkvæmt reglum þar um. Loks var ákveðið að vinna áfram að athugun á nýgengi örorku og fá mat fagaðila á með hvaða hætti rétt væri að fylgja því máli eftir. Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:00
Fundargerð 9. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:02