11. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 19. október 2018 kl. 09:00


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:01
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir (JVG) fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) fyrir Birgi Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:00
Teitur Björn Einarsson (TBE) fyrir Harald Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG) fyrir Njál Trausta Friðbertsson (NTF), kl. 14:41
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:00

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis. Páll Magnússon kom til baka á fundinn að loknu hádegishléi kl. 13:27 og Ólafur Gunnarsson kl. 13:11.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2019 Kl. 09:00
Kjartan Már Kjartansson, Kolbrún Jóna Pétursdóttir, Berglind Kristinsdóttir, Ingþór Guðmundsson og Ásgeir Eiríksson frá Samtökum sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Kl. 10:19. Þórdís Lóa Þórðardóttir, Birgir Björn Sigurjónsson og Agnes Sif Andresdóttir frá Reykjavíkurborg.
Kl. 13:05. Aðalsteinn Óskarsson, Jón Páll Hreinsson, Pétur Markan, Daníel Jakobsson, Sigurður Hreinsson og Bryndís Sigurðardóttir frá Fjórðungssambandi Vestfjarða
Kl. 14:00. Þórunn Sveinbjarnardóttir og Georg Brynjarsson frá Bandalagi háskólamanna.
Kl. 15:00 Bjarni Guðmundsson og Eva Björk Harðardóttir frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga.
Gestirnir kynntu umsagnir sínar um fjárlagafrumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þess.

2) Önnur mál Kl. 16:05
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 16:07
Fundargerð 10. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:09