13. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 26. október 2018 kl. 09:00


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:00
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 09:02
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) fyrir Njál Trausta Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Ingibjörg Þórðardóttir (IÞ) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:11
Teitur Björn Einarsson (TBE) fyrir Harald Benediktsson (HarB), kl. 09:00

Birgir Þórarinsson og Páll Magnússon voru fjarverandi. Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 10:00. Valgerður Gunnarsdóttir kom til fundarins kl. 16:03 í stað Ásmundar Friðrikssonar. Björn Leví Gunnarsson vék af fundi kl. 16:17.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2019 Kl. 09:00
Kl. 9:00. Pétur Magnússon, Eybjörg Hauksdóttir, Ásgerður Th. Björnsdóttir og Björn Bjarki Þorsteinsson frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Kl. 10:22. Kristján Þór Magnússon og Hilda Jóna Gísladóttir frá Eyþingi.
Kl. 11:31. Þórsteinn Ragnarsson frá Kirkjugarðasambandi Íslands, Albert Eymundsson og Guðmundur Rafn Sigurðsson frá Kirkjugarðaráði.
Hlé var gert frá kl.12:10-13:07.
Kl. 13:08. Kristinn Bjarnason og Fannar Bjarnason frá BSRB.
Kl. 13:45. Haldinn var fjarfundur með Aðalsteini Þorsteinssyni og Snorra Birni Sigurðsyni frá Byggðastofnun.
Kl. 14:45. Jón Helgi Björnsson frá HSN, Guðjón Hauksson frá HSA, Halldór Jónsson HSS, Herdís Gunnarsdóttir HSU og Jóhanna F. Jóhannsdóttir frá HVE.
Kl. 15:40. Steinunn Rögnvaldsdóttir og Sigríður Finnbogadóttir frá Félagi um femínísk fjármál.
Gestirnir fóru yfir umsagnir sínar og áhersluatriði og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 16:37
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 16:38
Fundargerð 12. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 16:40