15. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 1. nóvember 2018 kl. 13:00


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 13:00
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 13:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 13:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:04
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 13:15
Páll Magnússon (PállM), kl. 13:15
Teitur Björn Einarsson (TBE) fyrir Harald Benediktsson (HarB), kl. 13:00
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 13:00

Páll Magnússon vék af fundi kl. 13:39. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 13:50 og kom til baka 14:26.Ólafur Ísleifsson var fjarverandi vegna starfa á vegum Alþingis erlendis.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2019 Kl. 13:00
Til fundarins komu Gísli Þór Magnússon frá utanríkisráðuneytinu og Jón Einar Sverrisson frá sendiráði Íslands í Peking. Þeir kynntu breytta framkvæmd á afgreiðslu Schengen vegabréfsáritana og þann kostnað sem hún mun hafa í för með sér. Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna um málið. Fundurinn var sameiginlegur með utanríkismálanefnd Alþingis.
Kl. 14:16. Bryndís Snæbjörnsdóttir og Árni Múli Jónasson frá Landssamtökunum Þroskahjálp. Þau kynntu umsögn samtakanna og svöruðu spurningum um efni hennar.

2) Önnur mál Kl. 15:28
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 15:29
Fundargerð 14. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:30