17. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. nóvember 2018 kl. 09:02


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:02
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 09:02
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:02
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:02
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:02
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:18
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:02
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:02
Teitur Björn Einarsson (TBE) fyrir Harald Benediktsson (HarB), kl. 09:02
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:02

Páll Magnússon vék af fundi til að fara á annan nefndarfund hjá Alþingi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2019 Kl. 09:02
Frá Landspítalanum komu Páll Matthíasson, Anna Baldursdóttir og Rúnar Bj. Jóhannsson. Þau fóru yfir fjárhagsstöðu spítalans og horfur í rekstri hans.
Kl. 10:07. Marinó Melsteð, Björn Hrannar Björnsson, Brynjar Örn Ólafsson og Gunnar Snorri Guðmundsson frá Hagstofu Íslands. Þeir kynntu hagspá Hagstofunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

2) Önnur mál Kl. 11:36
Farið var yfir stöðuna í fjárlagavinnunni. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:48
Fundargerð 16. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:49