22. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 21. nóvember 2018 kl. 09:00


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:06
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar) fyrir Njál Trausta Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:14
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:00
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:00

Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi kl. 9:15 og kom til baka kl. 9:45.
Birgir Þórarinsson vék af fundi kl. 9:44.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Lánveiting til Íslandspósts Kl. 09:00
Til fundarins komu Guðbjörg Sigurðardóttir, Skúli Þór Gunnsteinsson og Ottó Winther frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Fjallað var um málefni Íslandspósts ohf. út frá ábyrgðarsviði ráðuneytisins og svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.
Kl. 9:46. Til fundarins komu Ingimundur Sigurpálsson og Bjarni Jónsson frá Íslandspósti ohf. Farið var yfir stöðu fyrirtækisins og rætt um fyrirkomulag í dreifingu pósts. Þá svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál Kl. 11:00
Meiri hluti nefndarinnar ákvað að draga til baka breytingartilögur þær við 5. gr. og 6. gr. fjárlagafrumvarpsins er lúta að Íslandspósti ohf. og fresta afgreiðslu til 3ju umræðu. Minni hlutinn sat hjá við afgreiðslu málsins. Björn Leví Gunnarsson vakti athygli á tölvupósti sem hann hafði sent nefndinni þar sem hann fer framá að fjárlaganefnd óski eftir áliti forsætisnefndar á því hvað teljist lágmarkstími sem nefndarmenn hafi til þess að skila nefndaráliti eftir afgreiðslu á nefndaráliti meiri hluta, hvort afgreiðsla á nefndaráliti meiri hluta nefndarinnar hafi verið í samræmi við 16. 17. og 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis. Einnig að nefndin óski eftir áliti forsætisnefndar á því hvort breytingar á nefndaráliti meiri hlutans eftir að það var afgreitt úr nefndinni hafi verið í samræmi við reglur forsætisnefndar. Ákveðið var að fjallað yrði um erindi Björns á næsta fundi nefndarinnar. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:04
Fundargerð 21. fundar var samþykkt

Fundi slitið kl. 11:05