23. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 26. nóvember 2018 kl. 09:35


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:35
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:35
Berglind Häsler (BergH) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 09:35
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:35
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:35
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:35
Páll Magnússon (PállM), kl. 10:39

Björn Leví Gunnarsson og Ágúst Ólafur Ágústsson voru fjarverandi vegna veikinda. Ólafur Ísleifsson vék af fundi kl. 10.50 til að fara á fund þingflokksformannna með forseta Alþingis.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Ríkisreikningur 2017 Kl. 09:37
Til fundarins komu Ingþór Karl Eiríksson og Pétur Jónsson frá Fjársýslu ríkisins. Þeir gerðu grein fyrir ríkisreikningi 2017, breytingum á reikningsskilum ríkisins og þeim verkefnum sem framundan eru við að ljúka innleiðingu reikningsskilastaðla. Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna.

2) Framkvæmd fjárlaga 2018 Kl. 10:17
Til fundarins komu Skúli Eggert Þórðarson, Jón Loftur Björnsson og Guðrún Jenný Jónsdóttir frá Ríkisendurskoðun. Þau kynntu skýrslu stofnunarinnar um framkvæmd fjárlaga frá janúar til júní 2018 og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.

3) Önnur mál Kl. 11:03
Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 11:04
Fundargerð 22. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:05