25. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 30. nóvember 2018 kl. 10:00


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 10:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 10:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 10:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 10:00
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 10:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 10:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 10:13
Páll Magnússon (PállM), kl. 10:21

Ágúst Ólafur Ágústsson var fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2019 Kl. 10:00
Til fundarins komu Sigurður Helgason, Björn Þór Hermannsson, Kristinn Hjörtur Jónasson og Magnús Óskar Hafsteinsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þeir fjölluðu um innleiðingu á markaðsleigu á húsnæði í eigu ríkisins gagnvart stofnunum ríkisins. Þá var lagt fram og kynnt minnisblað dags. 30.11.2018 um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands og flutning verkefna. Einnig svöruðu gestirnir spurningum frá nefndarmönnum.

2) Önnur mál Kl. 11:31
Fjallað var um starfið framundan. Frumvarp til fjárlaga verður afgreitt til 3. umræðu á fundi nefndarinnar mánudaginn 3. desember. Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 11:16
Fundargerð 24. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:17