26. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 3. desember 2018 kl. 09:08


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:08
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:08
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) 2. varaformaður, kl. 09:08
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:08
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:08
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:08
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:08
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:08

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2019 Kl. 09:09
Lögð voru fram drög að nefndaráliti meiri hluta fjárlaganefndar og þau kynnt og rædd. Einnig var lagt fram bréf fjármála- og efnahagsráðuneytisins dags. 3. desember 2018 þar sem þess er farið á leit við nefndina að gerðar verði þær breytingar á fjárheimildum A-hluta ríkissjóðs sem fram koma í yfirlitum sem fylgdu bréfinu. Þá var lagt fram bréf frá Íslandspósti ohf. dags. 2. desember 2018.

2) Önnur mál Kl. 09:36
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 09:37
Fundargerð 25. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 09:38