48. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 14. mars 2019 kl. 13:05


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 13:05
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 13:05
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 13:25
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 13:05
Inga Sæland (IngS), kl. 13:05
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 13:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 13:20
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 13:05
Páll Magnússon (PállM), kl. 13:22

Páll Magnússon vék af fundi kl. 14:12. Njáll Trausti Friðbertsson og Haraldur Benediktsson véku af fundi kl. 14:26.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 43. mál - vistvæn opinber innkaup á matvöru Kl. 13:05
Til fundarins komu Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir og Eyþóra K. Geirsdóttir frá Reykjavíkurborg.
Kl. 13:58. Ólafur Stephensen og Guðný Hjaltadóttir frá Félagi íslenskra atvinnurekenda.
Kl. 14:19. Guðrún Vala Steingrímsdóttir frá Bændasamtökum Íslands.
Kl. 14:47. Breki Karlsson frá Neytendasamtökunum.
Kl. 15:06. Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Gestirnir fóru yfir umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni þeirra.

2) 414. mál - staðfesting ríkisreiknings 2017 Kl. 13:29
Lögð voru fram drög að nefndaráliti en ákveðið að afgreiða málið ekki á fundinum.

3) Önnur mál Kl. 15:12
Rætt var um fyrirkomulag á vinnu við fjármálaáætlun 2020-2024. Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 15:14
Fundargerð 47. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 15:16