49. fundur
fjárlaganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 20. mars 2019 kl. 09:05


Mættir:

Willum Þór Þórsson (WÞÞ) formaður, kl. 09:05
Haraldur Benediktsson (HarB) 1. varaformaður, kl. 09:05
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:05
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:05
Björn Leví Gunnarsson (BLG), kl. 09:05
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:05
Páll Magnússon (PállM), kl. 09:55
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV), kl. 09:05

Oddný G. Harðardóttir og Inga Sæland voru fjarverandi vegna veikinda.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 414. mál - staðfesting ríkisreiknings 2017 Kl. 09:05
Til fundarins komu Kristinn H. Jónasson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Ingþór K. Eiríksson frá Fjársýslunni. Þeir kynntu minnisblað Fjársýslunnar dags. 19. mars um ríkisreikning 2017 og innleiðingaráætlun reikningsskilastaðla. Þá svöruðu þeir spurningum nefndarmanna um uppgjör og framsetningu ríkisreiknings 2017.

2) 442. mál - opinber innkaup Kl. 10:09
Haraldur Benediktsson framsögumaður málsins kynnti stöðuna við vinnslu frumvarpsins.

3) Önnur mál Kl. 10:10
Formaður kynnti dagskrá fundar með sendinefnd baskneska þingsins sem fram fer í hádeginu á morgun. Þá fór hann yfir drög að vinnuáætlun við fjármálaáætlun 2020-2024 en þingsályktunin verður lögð fyrir Alþingi í næstu viku. Samþykkt var samhljóða að heimila formanni og framsögumanni að leita eftir utanaðkomandi sérfræðiþjónustu til að vinna tilteknar greiningar og álitsgerð vegna vinnu við ríkisreikning 2017. Fleira var ekki gert.

4) Fundargerð Kl. 10:18
Fundargerð 48. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 10:20