59. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 5. júní 2019 kl. 09:00


Mættir:

Helga Vala Helgadóttir (HVH) formaður, kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 1. varaformaður, kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 09:00
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Þórunni Egilsdóttur (ÞórE), kl. 09:00

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 56. - 58. fundar voru samþykktar.

2) 802. mál - þjóðgarðurinn á Þingvöllum Kl. 09:02
Líneik Anna Sævarsdóttir, framsögumaður málsins, kynnti drög að nefndaráliti og nefndin fjallaði um málið. Samþykkt að afgreiða frá nefndinni, allir skrifa undir álit en Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson láta vita síðar í dag.

3) 780. mál - upplýsingalög Kl. 09:07
Jón Þór Ólafsson, framsögumaður málsins, kynnti tillögu að viðbótartexta í nefndarálit til að bregðast við ábendingum frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Samþykkt að prenta nefndarálitið upp með viðbótartexta.

4) Önnur mál Kl. 09:12
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:12